http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1305687
Oft hefur Nöldraranum þótt nóg um hvernig kjörnir alþingismenn eyða tíma sjálfs síns og Alþingis í bölvaða vitleysu. Afskipti þingmanna af ýmsum málum í gegnum tíðina sem betur hefðu verið leyst annarsstaðar en á þingi er efni í heilan bókaflokk.
Nú ákveður Kolbrún Halldórsdóttir að sólunda tíma heilbrigðisráðherra og þingisins með því að spyrjast fyrir um hvenær nýfædd börn á fæðingardeildinni verði klædd í kynlausa liti. Bleiki og blái liturinn sem þarna hefur viðgengist svo lengi sem ég man eftir er núna orðið óhæft.
Fyrirgefðu Kolbrún, en ef litaval á fatnaði nýfæddra ungabarna er helsta vandamálið í þjóðfélaginu í dag, þá held ég að þú hafir ekkert að gera á þingi. Sama á við um afskiptasemi þína um hvað opinberir starfsmenn gera utan vinnutíma í ferðalögum erlendis.
Ég sé fyrir mér að næstu vandamál þjóðfélagsins sem þú tekur á er að banna öll pils og kjóla (eða skikka karlmenn til að ganga í þeim líka) þar sem þarna er nú aldeilis hægt að greina kynjamun.
Hvað tekur svo við næst? Skurðaðgerðir til að gera alla tvítóla í þjóðfélaginu svo ekki sjáist á þeim neinn munur.
Held að femínistakjaftæðið sé gengið út í svo miklar öfgar að líkja má þessum "kynhreinsunum" við þjóðernishreinsanir nazista í seinni heimstyrjöldinni.
Í guðanna bænum farið að taka á einhverjum ALVÖRU vandamálum í þessu þjóðfélagi í stað þess að dunda við svona þarflaust kjaftæði.
No comments:
Post a Comment