Thursday, November 1, 2007

Kristileg fíkiefnavopnasamkunda!

Skv samskonar frétt á Visir.is (http://www.visir.is/article/20071101/FRETTIR01/71101131) stóð í fyrirsögn að "Tölvur, vopn og fíkniefni hefðu fundist hjá Fáfnismönnum". Sennilega einhver gert athugasemd því nú stendur bara að vopn og fíkniefni hafi fundist enda skítt að skilgreina tölvur sem einhverskonar óæskilegt góss sem fundist getur hjá mótorhjólaklúbb.

Enn fyndnara þykir mér að sjá vitnað í félagsmann samtakanna sem þvertekur fyrir að Hells Angels sé á leiðinni til Íslands

" Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum."

Já og eru vopn og fíkniefni nú orðin nauðsynleg til tilbeiðslu? Tjah maður spyr sig!

Frétt Mbl: Lögreglan gerði húsleit hjá fáfnismönnum

No comments:

Post a Comment