Wednesday, November 28, 2007

Kynblindni jafn skaðleg og siðblindni?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1305687

Oft hefur Nöldraranum þótt nóg um hvernig kjörnir alþingismenn eyða tíma sjálfs síns og Alþingis í bölvaða vitleysu. Afskipti þingmanna af ýmsum málum í gegnum tíðina sem betur hefðu verið leyst annarsstaðar en á þingi er efni í heilan bókaflokk.

Nú ákveður Kolbrún Halldórsdóttir að sólunda tíma heilbrigðisráðherra og þingisins með því að spyrjast fyrir um hvenær nýfædd börn á fæðingardeildinni verði klædd í kynlausa liti. Bleiki og blái liturinn sem þarna hefur viðgengist svo lengi sem ég man eftir er núna orðið óhæft.

Fyrirgefðu Kolbrún, en ef litaval á fatnaði nýfæddra ungabarna er helsta vandamálið í þjóðfélaginu í dag, þá held ég að þú hafir ekkert að gera á þingi. Sama á við um afskiptasemi þína um hvað opinberir starfsmenn gera utan vinnutíma í ferðalögum erlendis.

Ég sé fyrir mér að næstu vandamál þjóðfélagsins sem þú tekur á er að banna öll pils og kjóla (eða skikka karlmenn til að ganga í þeim líka) þar sem þarna er nú aldeilis hægt að greina kynjamun.

Hvað tekur svo við næst? Skurðaðgerðir til að gera alla tvítóla í þjóðfélaginu svo ekki sjáist á þeim neinn munur.

Held að femínistakjaftæðið sé gengið út í svo miklar öfgar að líkja má þessum "kynhreinsunum" við þjóðernishreinsanir nazista í seinni heimstyrjöldinni.

Í guðanna bænum farið að taka á einhverjum ALVÖRU vandamálum í þessu þjóðfélagi í stað þess að dunda við svona þarflaust kjaftæði.

Thursday, November 22, 2007

Hálfsagðar fréttir... dapurleg blaðamennska.

Hver var ástæðan fyrir því að ÍE var sýknað? Kemur það málinu ekkert við?

Skil ekki svona letiblaðamennsku að setja bara inn hálfar fréttir á vefinn.

Hræddur um að lesendum Morgunblaðsins færi hratt fækkandi ef allar fréttir væru unnar með þessu fyrirkomulagi á pappírsforminu.

Breytt: 18:18 Sé að búið er að bæta kjöti á beinið, gott að sjá svona viðbrögð.......


Frétt mbl.is: ÍE ekki bundið af ákvæði kjarasamninga um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslu

Thursday, November 1, 2007

Kristileg fíkiefnavopnasamkunda!

Skv samskonar frétt á Visir.is (http://www.visir.is/article/20071101/FRETTIR01/71101131) stóð í fyrirsögn að "Tölvur, vopn og fíkniefni hefðu fundist hjá Fáfnismönnum". Sennilega einhver gert athugasemd því nú stendur bara að vopn og fíkniefni hafi fundist enda skítt að skilgreina tölvur sem einhverskonar óæskilegt góss sem fundist getur hjá mótorhjólaklúbb.

Enn fyndnara þykir mér að sjá vitnað í félagsmann samtakanna sem þvertekur fyrir að Hells Angels sé á leiðinni til Íslands

" Hann sagði engin áform um að þessir menn væru á leið til landsins en sagði kristilegan arm samtakanna ætla að hittast um helgina og biðja saman. „Við ætlum að biðja fyrir veikum og sjúkum."

Já og eru vopn og fíkniefni nú orðin nauðsynleg til tilbeiðslu? Tjah maður spyr sig!

Frétt Mbl: Lögreglan gerði húsleit hjá fáfnismönnum