Mogginn ákvað í gær að frá og með 1. janúar næstkomandi fengju nafnlausir bloggarar ekki að gera athugasemdir við fréttir.
Afsökunin var sú að gífuryrði hefðu verið mikil og að "athugasemd hefði borist frá talsmanni neytenda". Þetta er á par við annað sem mbl.is hefur verið að gera smám saman.
Það er ástæða þess að ég ákvað að flytja mig af mogganum og yfir á blogspot.com (blogger.com)
Í dag er svo fín frétt um skoðanir páfa á samkynhneigð. Það er augljóst að mogginn vill ekki umræðu um fréttina, enda gæti það sært trúartilfinningar kaþólskra manna, sennilega samkynhneigðra líka að einhver hafi skoðun á fréttinni hvort sem skoðunin er með eða á móti.
Páfi varar við samkynhneigð og tvíkynhneigð
Þetta er ekkert annað en meðalmennskuþöggun hjá mogganum.... gott að ég er fluttur.
Held að páfinn ætti að nota tækifærið og slá af samkynhneigða presta sem hafa verið að níðast á sóknarbörnum sínum í stað þess að vernda "sköpunarverk guðs".
Þvættingurinn sem vellur upp úr þessu liði er með ólíkindum...
Tuesday, December 23, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)