Sem ötulum reykingarmanni hefur mér þótt frekar skítt hvernig komið hefur verið fram við okkur fíklana. Því þykir mér gott að sjá að farið er að taka á málinu á fleiri vígstöðvum, nú á að banna fretara á skemmtistöðum.
Næst verður okkur svo bannað að dansa þar sem svitalykt þykir vond og óþægileg. Svo þegar Kolbrún vinstrigræna verður búin að gera okkur öll kynlaus með því að neyða okkur í samskonar hvítar eða gráar mussur þá fyrst verður þetta fullkomið.
Sennilega verður bara seldur standard drykkur á þessum stöðum þar sem t.d. sumum finnst Campari ógeðslegt og öðrum finnst bjór og bjórlykt vond. Sennilega verður það bara vodka straight up þar sem hann er því sem næst lyktarlaus, nú eða gamla góða kláravínið.
Við þykjumst vera að fagna fjölmenningarsamfélagi, en erum í óða önn með boðum og bönnum að reyna að steypa alla þegna þjóðfélagsins í sama farið.
Lifi frelsið, einstaklingurinn á að fá að njóta sín, reykjandi, fretandi og í þeim klæðnaði sem hann vill.